Ólífuolía frá Spáni
Búkona býður upp á kaldpressaða úrvalsjómfrúarolíu beint frá Spáni.
Gjafaaskja
Bragðgóð jólagjöf fyrir sælkerann og þau sem eiga allt! Hér er um að ræða kaldpressaðar hágæðajómfrúarolíur beint frá spænskum bændum í fallegum íslenskum umbúðum.
Askjan er tilvalin í jólapakkann - falleg gjöf sem er heilsubætandi og gleður bragðlaukana í senn!
1 án gjafaöskju = 2500 kr.
2 í gjafaöskju = 4800 kr.
4 í gjafaöskju = 9200 kr.
Vinsamlegast sendið pantanir á mundo@mundo.is (pantanir eru sóttar á skrifstofu Mundo á Eiðistorgi).
Nánar um Búkonuolíurnar:
Búkonuolían er unnin úr fyrsta flokks ólífum frá Extremadura-héraðinu á Spáni sem frægt er fyrir landbúnað. Olían er framleidd hjá fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1942 og hefur hún hlotið fjölda verðlauna. Allar olíurnar frá Búkonu eru kaldpressaðar jómfrúarolíur (e. extra virgin) og er það hæsti gæðaflokkur. Ólífuolíurnar eru ekki bragðbættar en eru unnar úr mismunandi þrúgum og þrúgublöndum. Þær má nota í alla matargerð og einnig til steikingar, en þá á að hita hana hægt.
Gulldropinn (tilvalin til steikingar og út á allt):
Gulldropinn er unninn úr manzanilla-þrúgunni. Olían er fagurgræn með ríku ávaxtabragði og jurtakeim. Gott jafnvægi er í fersku bragði olíunnar og hún hefur eftirbragð sem rífur í!
Platínudropinn (tilvalin til steikingar):
Platínudropinn er unninn úr blöndu af manzanilla- og morisca-þrúgunni. Olían hefur milt ávaxtabragð þar sem léttir tónar beiskleika og piparbragðs kallast á í góðu jafnvægi.
Lífræni dropinn (tilvalin til inntöku og út á salat):
Lífræni dropinn er unninn úr 100% lífrænu hráefni. Olían er gerð úr ólífum sem fást af elstu ólífutrjánum (Olivos centenarios), en þau eru oft yfir 100 ára gömul. Helstu þrúgurnar sem notaðar eru í lífrænu olíuna eru Verdial de Badajoz, Carrasqueña og Morisca. Frískleg olía með hnetueftirkeim.
Ávaxtadropinn (tilvalin út á salatið):
Ávaxtadropinn er unninn úr morisca-þrúgunni sem upprunnin er í Extremadura-héraðinu á Spáni og er ein mest ræktaða ólífuþrúgan á svæðinu. Bragð olíunnar ber keim af þroskuðum quince-ávöxtum, anís, fíkjum og eplum. Margslungið bragð hennar einkennist því fyrst af sætleika, þá kallast milt rammt bragð á við milt piparbragðið, en eftirbragð olíunnar hefur ríkan keim af þroskuðum ávöxtum.
Ólífur eru ekki allar eins
Vissir þú að mismunandi ólífuþrúgur skila sér í mismunandi bragði olíunnar sem úr þeim er unnið?
Gulldropinn
Tilvalin til steikingar og á salatið
500 mL
Kaldpressuð úrvalsjómfrúarolía, unnin úr Manzanilla-þrúgunni, sem unniðhefur til fjölmargra verðlauna. Fagurgræn með ríku ávaxtabragði og jurtakeim. Gott jafnvægi er í fersku bragði olíunnar og eftirbragðið rífur í.
Platínudropinn
Tilvalin til steikingar
500 mL
Kaldpressuð úrvalsjómfrúarolía, unnin úr blöndu af Manzanilla- og Morisca-þrúgunum. Milt ávaxtabragð þar sem léttir pipartónar og beiskja mynda gott jafnvægi. Blanda sem gleður bragðlaukana.
Lífræni dropinn
Tilvalin í allt sem og til inntöku
500 mL
Kaldpressuð úrvalsjómfrúarolía, unnin úr 100% lífrænu hráefni. Helstu þrúgur í blöndunni eru Verdial de Badajoz, Carrasqueña og Morisca, en notast er við ólífur af elstu trjánum sem sum eru meira en aldargömul. Frískleg olía með hnetueftirkeim.
Ávaxtadropinn
Tilvalin á salatið
500 mL
Kaldpressuð úrvalsjómfrúarolía, unnin úr Moriscaþrúgunni, með keim af þroskuðum quince-ávöxtum, anís, fíkjum og eplum. Margslungið bragð, þar sem sætleiki kallast á við örlítinn piparkeim og ávaxtaríkt eftirbragð.
Olían frá Clemen
Búkona framleiðir fjórar tegundir af kaldpressaðri jómfrúarolíu í samstarfi við spænska fjölskyldufyrirtækið Aceites Clemen s.l. Framleiðslan fer fram í einu þekktasta landbúnaðarhéraði Spánar, Extremadura, og koma ólífurnar beint frá bændum í nágrenninu